Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 13.11.2006
kalla-kissarinn ógurlegi!
Hélt aldrei þessu vant til á höfn þessa helgina... unnum Vík í mýrdal með 29 stigum 100-71 á föstudaginn. áttum bara nokkuð góðan leik... helstu upplýsingar má nálgast hér. kítum síðan eitthvað aðein út í bæ eftir það í partý... vorum alveg skít hræddir þarna inni þar sem allt var úr gleri og fín hreyfingarnar okkar eins og þær eru... komumst samt í gegnum þetta án þess að valda miklum skaða... partýið var þannig séð tíðinda lítið fyrir utan einhverjar bræðra erjur... og einnig sannaðist það að það er ekkert nóg að vera á höfn og reyna passa hann hödda... hann fer alltaf út í eitthvað rugl... í þetta skiptið var hann með dólglæti og gekk um allt og kyssti alla þá sem töldust vera karlkyns í teitinu. alveg óviðráðanlegur dreng andskotinn veit ekki hvað ég á að gera við hann... er til eitthvað heimili fyrir svona fólk?
Hann var nett hissa þegar að hann vaknaði við hliðina á þessum morguninn eftir!
Restinn af helginni fór í það að halda fjöliðamót hjá 7 fl kk þannig að maður tók því bara rólega á laugardagskvöldið.... fór reyndar í einn póker hjá liðsfélaga mínum herna..... kom út úr því í mínus eins og venjulega hérna... hefur gengið alveg afleitlega eftir að ég kom hingað... á meðan var arnar með 10 flokk karla í reykjavík þar sem þeir sigruðu c riðil og eru þar af leiðandi komnir í b riðil sem verður að teljast mjög góður árangur hjá liði sem er einungis á sínu öðru ári á íslandsmóti. hörður var að vinna þannig að hann gat ekkert gert af sér sem betur fer!!!
Krissi krippa er Lentur í höfn frá bandaríkjunum... nú fyrst fara sko hlutirnir að gerast herna fyrir ausan það get ég sagt ykkur... endum þetta á mynd af krissa með gullpening sem hann átti örugglega skilið!!! alger dúlla þarna!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 5.11.2006
Jæja þá er Arnar dauður....
Það hefur ýmislegt drifið á daga mína hérna síðan síðasta færsla leit dagsins ljós:
Hryngur dauðans: Sem er eitthað sér Hornfyrðst fyrirbæri sem þeir stálu frá USA..... Þetta er sumsé leikur á vegum framhaldskólans hérna sem gengur út á það að drepa aðra með öllum illum ráðum án þess að í raun og veru að drepa viðkomandi að sjálfsögðu. Arnar skráði sig í leikinn og fékk fórnarlamb sem er ágætis kunningji okkar herna... vægt til orða tekið fór þessi leikur illa með littla hjartað hans Arnars því að hann var alveg að drepast úr stressi allan tíman og skipurlagði daginn og nóttina algerlega út frá þvi að gera allt sem að hann gerir venjulega ekki til að forðast að vera drepinn... hann dreif það af að drepa fyrsta fórnarlambið sökum þess að han var svo stressaður að hann þorði ekki að taka sér tíma í það að skipurleggja eitthvað... honum tókst að drepa hann en engu að síður með þeim afleiðingum að í öllum látunum við að það fela sig fyrir manni (sem að í raun átti ekki fræðilegan möguleika á að sjá hann því hann var víðs fjarri) snéri hann alveg heiftarlega upp á bakið á ser og var frá í a.m.k. sólarhryng á eftir og gat engan drepið. við þetta fékk hann samt nýtt fornarlamp en sá kauði hryngdi sig inn veikan og reyndist þrautinn þyngri að ná honum... en í millitíðinni birtist morðingi arnars og fór að reyna að koma fæti fyrir hann.... það gekk nú ekki betur en svo að eftir nokkrar misheppnaðað tilraunir við að reyna ná honum reyndi hún að sitja fyrir honum inn í íþrótta húsi þar sem arnar tók til þess ráðs að senda 20 littla körfubolta drengi í það að elta hana uppi og afvopna hana á meðan hann dritaði hana niður með vatnsbyssu..... en þá var ballið rétt að byrja... því strax um kvöldið er kominn annar sem reynir að myrða arnar.... þannig við gripum til þess ráðs að dulbúa hödda bollu sem arnar og sendum hann fyrst út úr íþróttahúsinu sem ruglar fyrir morðingjanum og gerir það að verkum að arnar sleppur inn á rúntinn.... síðan byrjum við og höddi (sem enn var að þykjast vera arnar) að rúnta á bílnum hans arnars og þá fer viðkomandi morðingji að stinga upp nefinu og verð ég að segja að þetta var undarlegt kvöld og manni leið sonn eins og þegar maður var 10 ára gamall í bissó eða eitthvað sollis...... svo þegar að klukkan er kominn í 2 um nótt fer nú að koma þreyta í mannskapinn og endar þetta allt saman á því að arnar og hinn strakurinn sem í þokkabót er ættaður frá bosníu!!!!... enda í blóðugum vatnsbissubardaga sem enginn í raun vissi hver vann þannig að það var álitið að þeir hefðu bara drepið hvorn annan.... þannig að maðurinn sem vann hafði ekki myrt neinn og í raun ekki gert neitt nema að rúnta í einhverja 3 klst stanslaust.... sem lílega hefur ekki svarað kostnaði upp í bensínkostnað.
Sindri-UMFH: Á föstudaginn var svo háður annar leikur tímabilsins þar sem við tókum á móti sonna fyrir fram haldið besta liðið í riðlinum og þeir höfðu unnið fyrstu tvo leikina nokkuð örugglega... Við byrjuðum hins vegar afleitlega og lentum undir 9-2... síðan réttum við nú úr kútnum og knúðum fram nokkuð góðan og sanngjarnan sigur 80-72... Það er ekki alveg búið að statta leikinn en ég var allavega stigahæstur með 17 stig rétt á undan hödda bollu sem var með 16.
Síðan var maður sendur á hellu um helgina með strakana í 8 fl... það kom ágætlega út með 2 sigra og eitt tap á moti snæfelli.... nenni ekki að vera að fara eitthvað dýpra út í þetta....
Svo sonna til að enda þetta á einhveju sem virðist vera að verða fastur liður í þessum færslum mínum þá endar þetta á skandals sögu frá hödda bollu... þessa helgina tókst honum að stofna til slagsmála á annars friðsælli og prúðmannlegri skemmtun sem haldin var hér á vegum innansveitarmanna.... það er nú alveg greinilegt að það er ekki hægt að skilja barnið eftir eitt heima!!!!
Sjáiði hvað hann er illur
Jæja þá vitið þið nokkuð nákvæmlega hvað hefur drifið á daga mina herna austantjaldsmeignn á landinu.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 28.10.2006
Fyrsti sigurinn!
Fyrsti leikurinn á tímabilinu fór fram í gær. Stór slagurinn var á milli Laugavatns og Sindra og hófust leikar á slaginu 8. Fórum gríðarlega illa á stað og ef ég man rétt þá vorum við undir með einhverjum 2-4 stigum í hálfleik. En svo tókum við okkur nú saman í andlitinu í seinni hálfleik og pressuðum og náðum með því að kreista fram góðan 10 stiga sigur. Leikurinn var sögulegur að vissuleiti, Ég var með mitt mesta stigaskor á ferlinum ef ég man rétt eða 27 stig og einni leit fyrsti þristurinn í
fjögur ár dagsins ljós og heldur þar áfram vaskleg framganga mín í þriggjastiga skotum en eins og flestir vita er ég 100% úr þriggja á ferlinum eða 6 af 6. Ekki lélegt það. Hilli littli sýndi líka nokkra stórkostlega takta og var næst stigahæstur með 17 stikki stig. Skidi einn gleraugnagláminn eftir liggjandi á jörðinni eftir einn af betri ankel braekerum sem ég hef séð í íslenskum körfubolta. Helsta áhiggjuefnið eftir þennan leik er það að Höddi bolla snéri sig illa á ökla í leiknum og er einhvað tæpur littla greiið. nenni ekki að vera að lýsa því í einhverjum smáatriðum... enda eins og einhversagði: "mynd segir meira en 1000 orð".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 22.10.2006
Arnar og Skúli duglegir strákar JÁ!!!!!!
Hér er skemmtileg dæmisaga... meira að segja raunveruleg...
Einu sinni voru tveir rosa stórir og duglegir strákar. Þeir hétu arnar og skúli... þeir voru ekki neitt rosalega klárir og var það líklega ástæðan fyrir því að þeir voru orðnir 20 ára og sáu samt enþá fram á að þurfa að vera tvö.... löng.. ár í viðbót í framhaldskóla... að minnsta kosti. Einn daginn ákváðu þeir að nú yrðu þeir duglegir og mundu fara í skólan á saman í tíma... í fyrsta skipti í langan tíma. Morguninn eftir var komið að því að standa við stóru orðinn... Arnar var fyrstur fram úr þar sem að hann átti að vera á undan í að fara í sturtu svo að þeir væru nú allavega soldið sætir svona fyrst þeir væru að mæta í skólan. Það fór nú ekki betur en svo hjá honum Arnari greinu en að hann hafði gleimt skónum sínum í bílnum deginum áður... og að þeim sökum sá hann ekkert annað í stöðunni en að fara aftur í rúmið.... þá var komið að Skúla... hann vaknaði við hurðarskell og hélt að Sara... spúsa Arnars... væri að fara í vinnuna sem átti að passa því þá ætti klukkan að vera c.a 10 min í átta. Skúli hlammaðist einhvernveginn áfram út úr herberginu miglaður og fínn og sá þá að skórnir hans Arnars voru ekki á sínum venjubundna stað.. þá hugsaði skúli sem svo að hann nendi ekki að labba einn í skólan.. bölvaði arnari soldið fyrir dugnað og fór aftur að sofa.... Þannig að hvorugur duglegi strákurinn mætti í skólan og sváfu bara vært og rótt
Þannig að hver er boðskapurinn með þessari sögu... mikið réttl, ekki vera að reyna að mæta í skólan kl 8... þið sofnið hvort eð er bara aftur.
Og enn og aftur kemur maður heim eftir helgi og spyr sig.... HVAR ER HÖRÐUR.... svarar ekki í síma eða neitt!!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 17.10.2006
Molar liðinar viku.
Eitt og annað hefur gengið á í vikunni:
Nemandi benti mer á að ég væri andfúll.... ég er orðinn andfúll kennari... shiiittt ekki gott... hef ekki gleimt tyggjóinu síðan!
Dressaði mig upp í fallega baby blátt stuttbuxna pils um daginn á æfiningu... kom út ú ví 500 kr ríkari... á reyndar eftir að fá það greitt.
hóf feril minn sem þjálfari sindra með 7 fl karla... er með reckordið 0-4... það hlítur að skála einhvertíman bráðum.. vona ég!
Lítill fugl hvíslaði því að mer að foreldrum þess flokks þætti ég ekki nógu hlýr... verð víst að vara að faðma þá meira!
Mætti einum 6 ára í dag... heilsaðai bara...
Ég: "blessaður Guðjón"
Einn 6 ára: "kallaðu mig Guð"
mjög alvarlegur og hélt árfam að labba. Ég var orðlaus... hvað get ég annað gert úr þessu en að kalla hann guð.
Síðast en ekki síst var hödda bollu hent út úr partýi um helgina fyrir óspektir. maður má ekki fara út úr bænum þá er hann kominn í klandur.. meðfylgjandi mynd er af honum þar sem lögreglan var kominn með hendur á kauða.
Seinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 12.10.2006
Hey við erum seinir á fimleika æfingu!!!!
Settning sem að ég bjóst aldrei við að þurfa að taka til mín... en eikkertíman er allt fyrst. Hef í gegnum tíðinna stundað margt sem ekki getur talið að fullkomnu eðlilegt... s.s Sund, frjálsar, fótbolta... ég mætti meira að segja á handboltaæfingu hjá Jóni Pé hérna í gamladaga.... ég helt að ég hafði tekið minn skammt út... en svo var aldeilis ekki.. í gær á æfingu hjá 10 flokki og eldri kvenni gaf ein kvunsan sig á tal við mig....
kvunsa "Hey sæti ert þú að fara á fimleikaæfingu á morgun"
Ég "Fullkomnun mín skal eigi vera spilt með því um líkum gjörðum... hvaðan dregur þú upp þvílíkan sora um mig"
kvunsa "Æji Höddi Bolla samdi víst um það við elvu að ef þið mundið mæta þa kæmi hún á körfu æfingu"
ég hló við og hélt að höddi væri nú valla svo langt leiddur í heimskunni.... ég hafði rangt fyrir mer....
Þannig að síðar í kvöld neiddist ég til að fara á fimleikaæfingu í spandexgallanum mínum með hödda bollu. Myndatökumaður var hafður með í för en ekki tókst að festa dýrðina á filmu sökum krampakasta sem hann fékk allt í einu þegar að ég upphóf stórglæsilegar gólfæfingar mínar.... sömusögu var að segja þegar að höddi tók við.
Annars settum ég og höddi um smá mót þarna inni okkar á milli sem ég vann með yfirburðum.... hilmar var dómari og var staðan reyndar hníf jöfn og spennandi eftir álíka arfaslakar framistöður á gólfinu eins og hilli orðaði það... þannig að næst var trampólínið.... vægast sagt tók ég hödda í analinn í þeirri kepni en stíllinn hjá honum var alveg hræðilegur....
Þannig í kvöld fer ég stoltur að sofa sem ótvíræður sigurvegari dagsins!!!!
Þessi mynd náðist reyndar af mér með eftirlitsmynavél í íþróttahúsinu.... tek mig bara nokkuð vel út!
Herna sést svo höddi. Tók sig bara vel út í gallanum strakurinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 8.10.2006
Hvar er Hörður!?!?
MJÖG ÁRÍÐANDI TILKINNING!!!!!
Hörður Unnsteinsson, leikmaður með körfuboltaliði Sindra hefur ekki skilað sér heim eftir síðastliðið djamm!!!
ekki næst í drenginn í síma né er hans að finna í hýbílum sínum né mínum þar sem að hann eiðir flestum sínum stundum.
Talið er líklegt að hann hafið tælt eikkerja unga snót eða verið tældur af einhverji snót til kynsvals í hýbílum snótarinnar.
Þess vegna Bið ég alla feður Hafnar í Hornafyrði að líta inn í herberji dætra sinna og rannsaka vel í og undir ból þeirra og inn í skápa!!!!
Þetta er ekki grín!!!! Dýrið gengur laust!!!
Virðingarfyllst skúli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 8.10.2006
Ungi skagamaðurinn....
úfff.... þá hefur helginn átt ser stað.....skrítið verð ég að segja.
byrjaði allt rólega og ekki var haft áfengi við hönd á föstudagskveldi þar sem farið var með krakka á djupavog að keppa daginn eftir þannig að það voru bara rólegheit það kveldið að horfa á video.
síðan kom laugardagur og farið var með kraks að keppa.... gekk ágætlega.... þegar heim var komið hófts heimskan sem átti eftir að einkenna þennan dag fyrir alvöru.... að sjálfsögðu var arnar forsprakki heimskunar þar sem hann hafði skráð okkur á fótboltamót hjá fjölbrautarskólanum og eldrideild grunnskólans. liðið skipuðum ég arnar og höddi bolla, og svo tveir heimamenn að nafni andri og guðni og sv ungt fljóð að nafni Guðrún. það er skemmst frá því að segja að við hreinlega niðurlægðum knattspyrnuna með þeim töktum sem við síndum en hver fótboltamaðurinn af fætur öðrum varð að lúta í grasi fyrir okkur.... urðum í öðrusæti eftir að hafa tapað fyrir sigurvegurunum í fyrri og gert jafnteli í seinni.....unnum samt 6 leiki af 8.... ég stóð á milli stangana að venju.... get nú ekki sagt að ég hafi borið liðið uppi en ég gerði eikkað smá gagn.... vil ég allavega meina... spilaði reyndar eikkað aðeins úti í tveim leikjum og tel ég mig bara hafa náð nokkuð góðum árangri með milum baráttuvilja og vil ég líkja sjálfum mer við Durk Quit (ber einga ábirgð á því hvernig þetta er skrifað)
Eftir þetta var maður nú soldið dasaður og sá bara fram á annað kvöld með rólegheitum.... svo fór maður að hugsa... ég verð edrú næstu 8-10 helgarnar.... væri það ekki bara mannvnska gagnvart Hornfyrðingum að gefa þeim ekki eitt gott kveðjudjamm aður en að maður heldur inn í eilífðina.... þannig að ég arnar og bollan sáum okkur til neidda til að greiða samfélaginu skuld okkar og fá okkur í tánna.
Það hófst með lettum pókerleik þar sem mætu 5 leikendur til leiks.... skemmst frá því að segja að ég tapaði þannig að það skiptir engu máli hvernig hann fór fram. en á meðan á þessu stóð kom ungur skagamaður í heimsókn að heilsa upp á félaga sína meðan að hann væri nú kominn aftur á gamlar heimaslóðir.... sú ákvörðun átti eftir að reynast honum dýrkeipt.... nánar að því síðar
Að pókerleik loknum sátum við og klóruðum við okkur í hausnum hvert skildi næst haldið.... það var ball á hótelinu en það var fljótlega afskrifað þannig að það var hryngt í dreng sem á heima í bílskúr og hann var látinn halda partý.... þegar þangað var komið var húsráðandi inn á klósetti að þvo ser um hendurnar og kvartaði sáran undan slæmri tímasettningu hja okkur... þegar lengra var komið inn sat ung stúlka út í horni og milf-hunters var á skjánum í sjónvarpinu..... ég var ekki mjög bjartsýnn á þessu tiltekna mómenti á djammið....
Partýið fór hægt á stað eins og margt annað þetta kvöld... en hægt og rólega fór fólki fjölgandi en gallinn var að áfengið var lítið og maður hálf edrú.... þannig að það var fundinn driver og maður náði í afmælisgjöfina fra systur sinni og annað fljódandi í ískápinn heima og heldið aftur í teitið..... þar var maður að nafni Einar smari sem er einnig 20 og einnig að kenna í grunnskóalnum með mer ekki lengi að ná í 10 og filla all flesta vel í 10 kalla leiknum.... og er skemmst frá því að segja að ungi skagamaðurin skít tapaði..... teitið leið undir lok þegar að tveir aðilar voru orðnir ofurölvi og leit útfyrir að þeir væru að fara að valda samferðamönnum sínum í partýinu skaða.
Þegar út var komið helt skagamaðurinn uppistand með þvi að reyna að standa í lappirnar... skondin sjón.... hinn ofurölva maðurinn misti það síðan upp úr ser að hann væri einn heima og líka hvar hann ætti heima.... þannig að það var komið nýtt partýpleis.... við heldum á stað með unga skagamanninn á milli okkar.... þegar að komið var að heimahúsinu settum við unga skagamanninn upp á pall á gamlli möstu... ég og einar skelltum honum í læsta hliðarlegu og skildum hann eftir þar.... fannst reyndar aðeins of kalt þannig að við vorum góðir strakar og settum jakkan hans einars yfir hann.... skömmu síðar var hann kominn inn í hús aftur þar sem eikker hafði sótt hann á pallinn... á þeim tímapunkti þótti mer það lélegt en sé það núna að það var gáfuleg ákvörðun... en það hefði verið findið ef kallinn sem átti bílinn hefði komið að ungum skagamanni í læstri hliðarlegu á pallinum sínum...
Partýið hélt svo bara áfram þangað til að allt í einu er mer litið upp og blasir þá þar við mer rauð flíspeisa..... í henni var kona sem leit mikið út fyrir að vera húsráðandi.... síðan rífur hún dauða unga skagamanninn upp úr stólnum og hendir honum á gólfið og sparkarí hann einu sinni.... get svo svarið það að ég setti heimsmet í að láta renna af mer.... síðan helt þetta áfram þar sem hún reif dauða unga skagamanninn öfugan út öskrandi og æpandi öllum ókvæðis orðum sem fyrirfinnast í íslenskri tungu á hann.... svo þegar hún er farinn út úr herberginu og allir sitja bara gapandi kemur hún aftur stendur í dyragættinni og horfir á mig með morðingja augum..... mer stóð sko alls ekki á sama og hélt að nú væri ég næstur og það eina sem ég gat sagt var "ég geri ráð fyrir að þetta sé búið núna"..... þá fór hún.... ég var feginn.... síðan kom í ljós að þetta var mamma drengsins og þau attu að vera lögð á stað til reykjavíkur. Það er mer enn algerlega hulinn ráðgata hvernig í óskupunum hún fann það út hvar við vorum og fær hún plús í kladdan fyrir vel unninn leinilöggustörf þetta kvöldið... ungi skagamaðurinn hlítur mína dýpstu samúð en ég geri ráð fyrir að dagurinn í dag sé einn af hans verri....
Jæja nóg af þessari vitleisu þetta batt augljóslega enda á kveldið enda runnið af öllum eftir þetta og klukkan orðinn 5 og sonna.... ég ættla aðeins að leggja mig meira held ég...
góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3.10.2006
Afrek undarlegs dags
Ekki í hverjum degi sem maður getur lýst daginum sinum sonna.
Þarf nauðsinlega að ná í stúlku sem fyllir saklausa körfubolta menn á rúntinum (nei mamma það er ekki ég)
til þess að geta hermt eftir ensku bókinni hennar
Til að friða Indverska herfu sem kennir ensku en getur samt valla talað hana.
svo ég falli ekki í ensku.... sem væri kaldhæðnislegt og jafnframt soldiðfyndið.
fannst þetta bara soldið sniðugt og fann mig tilneiddan til að deila þessu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 29.9.2006
FBI eða Féló!?
Nóttina hér.
Ligg hérna á þessari forláta dýnu sem mer var látið í té af henni huldu og er sonna að róa mig niður eftir að hafa verið að berjast við þetta kerfi við það að koma myndunum frá mallorca inn á siðuna... það gegnur frekar hægt en það eru kominn eikkert 40 stikki eftir en alveg heill helvítis hellingur eftir.
Fátt að eiga sér stað.... eis og venjulega bara fastir liðir eins og venjulega.... fékk reyndar soldið skrýtna heimsókn um daginn.... hún fór fram sem hér segir.
Þannig er mál með vexti að ég sat inn í stofu í grunnskolanum og var að reyna að hjálpa kennaranuma ð uppfræða hornfyrsk ungmenni.... gekk hægt en þó.... þá kemur allt i einu jakkalættur maður inn í stofuna
Jakkafata maður (óhuggnarlega djúpraddaður):"Er skúli hér".
Ég hugsa bara fuck er FBI komið að senda mig aftur til geimveranna sem skyldu mig eftir á tröppunum hérna í denn!!!! Lít allt í kringum mig en sá einga aðra leið en að viðurkenna uppruna minn og sagði
ÉG: "það er maðurinn"... "hva hvernig verður þetta gert sendir nasa mig bara til baka eða verð ég fláður af afrískum frumbyggjum og steiktur á teini?"
Jakkafata maður (enn djúpraddaðri): "Komdu bara þarna.... þú!!!"
síðan kom það nú í ljós að þessi maður var ekki frá FBI heldur félagsmálayfirvöldum..... þá sagði ég náttla starx
"Hey ég veit ekkert um þessar barnaklámsmyndir í tölvunni minni þær bara komu!!!"
Jakkafata maður:"HA?"
Ég "hik...... nei djók... gé mé fæf"
Hann gaf mér ekki fæf... ræfill... svo kom hann ser nú að efninu. Þá var þannig mál með vexti að þeir vildu að ég tæki að mer tiltekinn dreng í 7 bekk sem var í körfunni þegar að ég byrjaði en hvarf svo úr henni allt í einu... ég sosum spáði lítið í því fyrr en að hann nefndi það þarna. En hann er víst eikkað aðeins farinn að smoka sikkó og í eikkerju tómu tjóni og ég á að taka hann að mér bara Gunnar í krossinum stæl og frelsa kvikindið.... neinei segi sonna en ég a að vera með honum eikkerjar x-klst á viku og koma honum aftur í körfuna og sonna..... Ég er svo mikilvægur samfélagsþegna að stundum skil ég bara ekki hvernig þessi endi landsins fúnkeraði áður en að ég datt hingað inn... Svo hlítur nú allt að vera að fara á annan endan þarna á vsturlandinu þennan mánuð sem ég er búinn að vera herna.
En það er sonna þeim er misjafnlega skipt heimsins gæðum og ég get ekki verið allstaðar.
Annars ættla ég að fara að halla mer.... gotta town to save!!
night!
P.S. shit svo er fyrsti leikur tímabilsins á morgun á móti hetti sem er í 1 deild.... orðinn vel spenntur enda ekki búinn að spila leik síðan fyrir síðustu jól!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
eastside
Tenglar
Leiðist
Sportið
Myndaalbúm
Bloggarar
Homies!
-
Pjakkarnir
kiddi og konni -
Reyða sálinn
Hilli littli -
Höddi bolla
Hörður Unn! -
Libbufan klúbburinn
Libbufanar -
Bóndafrænka
Þóra -
Jónina littla
Jónina -
Kristin
kristin -
Pattaland
Pattaland -
Landakot
Landakot
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar